Undiralda breytinga 28. desember 2006 06:45 Finnur Sveinbjörnsson, Icebank Aukin umsvif Íslendinga erlendis á næsta ári munu byggjast á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu að mati Finns. Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira