Erlent

Naugðaði vændiskonu og réðst að annarri

Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar nú manns en hann er sakaður um nauðgun og kynferðislegt ofbeldi gegn tveimur vændiskonur. Tékknesk vændiskona náði að flýja undan manninum aðfaranótt föstudags, en maðurinn hafði ógnað henni og sigað hundi sínum á hana. Lögreglan komst síðar að um nóttina að maðurinn hafði nauðgað annarri vændiskonu en hann hafði einnig sigað hundi sínum á hana. Í báðum tilvikum neituðu konurnar manninum um kynferðisleg atlot vegna þess að hann vildi ekki nota smokk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×