Erlent

Enn einum fjölmiðlamanni rænt í Írak

Uppreisnarmenn í Írak rændu vestrænni fjölmiðlakonu í Baghdad í morgun og myrtu túlk hennar. Konan var á leiðinni til fundar með stjórnmálaleiðtoga úr röðum súnníta þegar hópur byssumanna króaði bifreið hennar af. Mennirnir stukku út úr sínum eigin bíl, skutu túlkinn og keyrðu svo burt með konuna. Þjóðerni konunnar er enn á huldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×