Erlent

Georgíumenn óttaslegnir

Stjórnvöld í Georgíu hafa ákveðið að sprauta sótthreinsandi efni á alla bíla sem keyra yfir landamærin frá Tyrklandi af ótta við að fuglaflensa berist inn í landið. Í gær var staðfest að þrjú börn úr sömu fjölskyldu í Tyrklandi hefðu látist af völdum fuglaflensu og óttast er að fleiri séu smitaðir. Bærinn sem börnin áttu heima í hefur verið settur í sóttkví og út um allt Tyrkland hafa foreldrar streymt á sjúkrahús með börn sem sína flensueinkenni. Í Aserbædjan, sem líka á landamæri að Tyrklandi hafa verið tekin sýni úr hundruðum dauðra fugla, en ekki hafa enn fundist merki um smit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×