Viðskipti innlent

Ekki tekinn alvarlega

Bjarni Ármannson formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir íslenska fjármálageirann ekki tekinn nægilega alvarlega. Samtökin  ætla að auka upplýsingagjöf um fjármál, meðal annars í skólum landsins.
Bjarni Ármannson formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir íslenska fjármálageirann ekki tekinn nægilega alvarlega. Samtökin ætla að auka upplýsingagjöf um fjármál, meðal annars í skólum landsins. MYND/Vilhelm

Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis banka og formaður nýrra samtaka fjármálafyrirtækja, segir stofnun sameinaðra samtaka banka og verðbréfafyrirtækja og tryggingafyrirtækja hafa verið til umræðu allt frá árinu 2000. Skriður komst á málið í sumar þegar aðilar samtakanna settust niður og ræddu málin, að hans sögn.

"Að mínu mati hefur það verið vandi fjármálageirans á Íslandi að hann hefur ekki verið tekinn nægilega alvarlega sem atvinnugrein. Á meðan einstök fyrirtæki hafa sótt fram, stækkað og vaxið þá hefur geirinn sem slíkur ekki verið upplifaður sem einn af burðarásum samfélagsins," segir Bjarni og bendir á að eitt af verkefnum samtakanna verði að stuðla að umræðu um fjármálageirann sem einn af grundvallar atvinnuvegum þjóðarinnar og auka skilning almennings á fjármálastarfsemi, auka upplýsingagjöf til almennings og fræðslu um fjármál í skólum.

"Þetta er farvegur fyrir fólk sem er vel menntað og hefur vilja og kraft til að sækja fram. Þetta er farvegur til aukinnar verðmætasköpunar," segir Bjarni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×