Viðskipti innlent

Fimmtungsfjölgun gistinótta

Hótel KEA Akureyri
Hótel KEA Akureyri

Umsvif í ferðaþjónustu hafa aukist umtalsvert á milli ára samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Gistinætur á hótelum í september í ár voru 114.600 en voru 93.000 í sama mánuði í fyrra, sem er 22 prósenta fjölgun. Samfara fjölgun gistinótta hefur gistirými aukist. Fjöldi herbergja fór úr 3.740 í 3.973, sem er sex prósenta aukning, en fjöldi hótela er sá sami, eða 75.

Litið til síðustu níu mánaða fjölgaði gistinóttum um ellefu prósent milli ára. Fjölgun varð á öllum svæðum en hlutfallslega var hún mest á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða þar sem gistinóttum fjölgaði um 23 prósent.

Á heimasíðu Ferðamálastofu er haft eftir Magnúsi Oddssyni ferðamálastjóra að tölurnar staðfesti að hægt og bítandi hafi tekist að lengja háönnina þannig að september er í umfangi orðinn hliðstæður því sem júní var fyrir fáum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×