Bankarnir spá 50 punkta hækkun stýrivaxta í dag 14. september 2006 09:29 Á bensínstöðinni Lækkun bensínverðs er meðal þess sem vegur þungt í verðbólgumælingu Hagstofunnar, en verðbólga milli mánaða reyndist minni en spáð hafði verið, þrátt fyrir útsölulok.Fréttablaðið/Valli Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Seðlabanki Íslands tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti og er jafnvel talið að með hækkun nú ljúki vaxtahækkunarferli bankans. Verðbólga er enn hátt yfir markmiði Seðlabankans, en reyndist þó heldur minni í síðustu mælingu en spáð hafði verið. Gangi spár bankanna eftir verða stýrivextir fjórtán prósent. Greiningardeildir bankanna spá því allar að Seðlabanki Íslands hækki í dag stýrivexti um 0,5 prósentustig og þeir verði því fjórtán prósent eftir hækkun. Jafnframt er trú manna að vaxtahækkunarferli bankans sé að ljúka, en það hefur staðið frá vordögum 2004. Verðbólga reyndist í síðustu mælingu Hagstofu Íslands hafa hækkað minna milli mánaða en við var búist, eða um 0,61 prósent og mælist tólf mánaða verðbólga nú 7,6 prósent. Er það almennt mat greinenda að verðbólgan hafi náð toppi sínum og sé nú tekin að hjaðna. Við gerum því líka skóna að þetta verði síðasta hækkun bankans, þótt vissulega sé allt breytingum háð í þessum heimi, segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings banka. Í júní og júlí hélt maður til dæmis að samdráttur væri að bresta á en svo snerist allt við, hlutabréf hækkuðu og krónan líka og jeppaverð lækkaði um leið. Hann segir reyndar líka að endurskoðaðar hagvaxtartölur fyrir síðasta ár setji strik í reikninginn, en hagvöxtur reyndist meiri en áður hafði verið sagt. Líkön Seðlabankans eru mjög viðkvæm fyrir þessu, en trúlega verður þetta ekki tekið inn í spá bankans fyrr en næst í nóvember. Greiningardeild Landsbankans segist gera ráð fyrir hratt lækkandi verðbólgu og nýjustu verðbólgutölur Hagstofunnar styðji þá skoðun bankans. Háir stýrivextir samfara hjaðnandi verðbólgu munu á næstu vikum ná að lyfta raunvöxtum á markaði og draga þar með úr innlendri eftirspurn. Gangi þetta eftir skapast innan fárra mánaða forsendur til að slaka á peningastefnunni á ný, segir greiningardeild bankans í nýju áliti sínu. Í áliti greiningardeildar Glitnis segir sömuleiðis að búist sé við því að hækkun stýrivaxta nú verði annaðhvort sú síðasta eða næst síðasta hjá bankanum í vaxtahækkunarferlinu. Verðbólgan er hins vegar enn há og þenslan nokkur í þjóðarbúskapnum sem mun eflaust knýja Seðlabankann til að halda stýrivöxtum sínum háum nokkuð fram á næsta ár, segir Glitnir og bendir á að atvinnuleysi sé minna en nokkru sinni fyrr og einnig að hagvöxtur á síðasta ári hafi reynst meiri í nýbirtum tölum Hagstofu og langt umfram þann vöxt er samrýmist lágri verðbólgu. Verðbólgan mun áfram vera mikil fram á næsta ár og gæti aukist lítillega á næstu mánuðum frá því sem nú er, segir greiningardeildin. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent