Leiðin vörðuð að miðstöð fjármála 13. september 2006 00:01 Í kauphöllinni í Frankfurt. Hér sést verðbréfamiðlari í Frankfurt í Þýskalandi að störfum, en borgin er oft kölluð fjármálamiðstöð Evrópu. Nefnd kannar möguleika á því að laða hingað alþjóðlega fjármálastarfsemi. MYND/AFP Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. "Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi," segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hauki Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Viðskipti Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Nefnd forsætisráðherra sem skipuð var í nóvember í fyrra til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni er langt komin í störfum sínum. Þegar nefndin var skipuð var gert ráð fyrir að hún skilaði tillögum í vor, en samkvæmt heimilidum Markaðarins er allt útlit fyrir að þeim verði skilað í næsta mánuði. Nefndinni, sem Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra skipaði, var falið að reifa þau tækifæri sem alþjóðleg fjármálastarfsemi skapaði og þann ávinning sem af henni kynnu að hljótast fyrir efnahags- og atvinnulíf hér. Meðal þess sem nefndin hefur skoðað eru lög og reglur um fjármálastarfsemi, fjármagnsmarkað, skattheimtu og félagaumsvif með það fyrir augum hvort gera þyrfti umbætur á löggjöf til að ýta undir alþjóðlega fjármálastarfsemi hér. Þá var nefndinni einnig ætlað að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum- og reglugerðum, væri þeirra þörf. "Framrás íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi er afsprengi ákvarðana sem teknar voru um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, um frelsi í vaxtaákvörðunum, um einkavæðingu ríkisbanka og um hagstætt skattaumhverfi fyrirtækja á Íslandi. Því ber brýna nauðsyn til þess að huga að því hvaða ákvarðanir þarf að taka til þess að áframhald geti orðið á þróun fjármálastarfseminnar á Íslandi," segir í skipunarbréfi nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, en hún var einnig skipuð Bolla Þór Bollasyni, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, Baldri Guðlaugssyni, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, Pálma Haraldssyni framkvæmdastjóra, Ásdísi Höllu Bragadóttur, forstjóra BYKO, Jóni Sigurðssyni, sem þá var seðlabankastjóri en er nú iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Hauki Hafsteinssyni, framkvæmdastjóra LSR, Huldu Dóru Styrmisdóttur ráðgjafa, Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Sambands banka og verðbréfafyrirtækja, Halldóri B. Þorbergssyni, hagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, og Katrínu Ólafsdóttur, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík.
Viðskipti Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira