Áfram samdráttur á fasteignamarkaði 9. ágúst 2006 06:00 "Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
"Við reiknum með fimm til tíu prósenta lækkun íbúðaverðs á næstu tveimur árum. Ég tel ekki útilokað að merki um verðlækkanir sjáist nú strax á haustdögum," segir Ingvar Arnarson, sérfræðingur greiningardeildar Glitnis. Hundrað og sjö fasteignasamningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 28. júlí til 3. ágúst og nam heildarveltan rúmum 2,7 milljörðum króna. Rúmlega tuttugu og sjö prósenta meiri velta var á fasteignamarkaði vikuna fyrir verslunarmannahelgi í fyrra; 148 kaupsamningum var þinglýst og veltan nam 3,5 milljörðum króna. Ingvar segir kólnun á fasteignamarkaði þegar komna fram í minni veltu. Eftirspurn sé minni en áður en framboð umtalsvert. "Það er þrýstingur í átt að verðlækkun. Það sem liggur að baki eru vaxtahækkanir, minni aðgangur að fjármagni auk þess sem verðbólga hefur látið á sér kræla. Allt þetta stuðlar að minni eftirspurn eftir íbúðum á sama tíma og framboð er meira en áður." Tvisvar hefur velta á fasteignamarkaði farið yfir 4,9 milljarða króna á viku; í desember 2004 og vikuna 11. til 17. nóvember 2005. Veltan hefur því dregist saman um fjörutíu og fimm prósent frá því þegar mest lét. Þorleifur Guðsmundsson, einn eigenda fasteignasölunnar Eignamiðlunar, segir markaðinn líflegri heldur en fréttir hafi gefið í skyn. Hann telur verð hafa náð nokkru jafnvægi, minna sé um að eignir séu verðlagðar upp úr öllu valdi "Markaðurinn er vissulega ekki jafn líflegur og í fyrra. Góðar eignir á réttu verði seljast þó sem fyrr." Þorleifur segist telja að nafnverð komi til með að haldast nokkuð stöðugt. "Það er mikil tregða í markaðnum og verðlækkanir sjaldgæfar. Ef kemur til verðlækkana að raunvirði má rekja þær til verðbólgu." Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman víðar en á höfuðborgarsvæðinu; 144 samningum var þinglýst í síðustu viku á Akureyri samanborið við 638 þegar mest lét snemma á þessu ári. Þá var sjö samningum þinglýst í Árborg en níu samningum hefur verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.
Viðskipti Mest lesið „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira