Olíuverð aldrei hærra 15. júlí 2006 06:00 Dælt sem aldrei fyrr. Þrátt fyrir að olíverð hafi aldrei verið hærra virðist eftirspurnin síður en svo minnka. Már Erlingsson hjá Skeljungi segir hækkanir ekki hafa áhrif á hegðun fólks enn sem komið er. Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn. Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Olíuverð stendur nú í 78 bandaríkjadölum fatið og hefur aldrei verið hærra. Verðið hefur hækkað dag frá degi síðan Ísraelar hófu árásir á Líbanon og slegið hvert metið á fætur öðru. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur fjórfaldast frá því snemma árs 2002. Olíuverð hér heima er á bilinu 127,90 til 134,4 krónur fyrir lítra af bensíni eftir því hvar keypt er. Már Erlingsson, innkaupastjóri hjá Skeljungi, segir í raun ómögulegt að spá fyrir um þróun olíuverðs. Hann segir bæði mikla eftirspurn eftir olíu auk ástandsins í Austurlöndum nær halda olíuverði svo háu sem raun ber vitni. "Það er viðvarandi eftirspurn eftir olíu. Þetta virðist ekki ennþá farið að hafa áhrif á hegðun fólks." Már segir einnig fróðlegt að bera saman olíuverð á Íslandi og í nágrannalöndunum. "Maður þarf nú ekki að leita lengra en til Danmerkur til að finna hærra verð á bensíni en hér á landi." Bensínlítrinn hjá Shell í Danmörku kostar rúmar 138 íslenskar krónur. Hlutabréfamarkaðir hafa ekki farið varhluta af hækkandi olíuverði; FTSE-vísitalan í Lundúnum hefur lækkað um tæp þrjú prósent undanfarna viku. Bandaríska Dow Jones-vísitalan féll um 1,5 prósent á fimmtudag og eins fór með hina japönsku NIKKEI. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um rúmt prósent í liðinni viku. Hlutabréf í færeyska olíuleitarfyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem skráð er í Kauphöllina, hækkuðu um þrjú prósent. Þrátt fyrir að hvorki Ísraelar né Líbanir framleiði olíu óttast sérfræðingar að átökin breiðist út og hafi þá áhrif á olíuvinnslu í Austurlöndum nær. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Íran, lét einmitt í veðri vaka að Íranar væru tilbúnir að koma nágrannaþjóðum sínum til hjálpar "Ef Ísraelar láta sprengjur falla í Sýrlandi mun það hafa alvarlegar afleiðingar", sagði forsetinn.
Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira