Erlent

Nýtt megrunarlyf á markað

Einn af hverjum fimm Íslendingum glímir við offitu
Einn af hverjum fimm Íslendingum glímir við offitu MYND/VÍSIR

Stefnt er að því að setja nýtt megrunarlyf á markað hér á landi í haust.

Um er að ræða töflu sem þarf að taka daglega og er talin geta lækkað líkamsþyngd fólks um einn tíunda.

Einn af hverjum fimm Íslendingum glímir við offitu. Sextíu prósent kvenna og sjötíu prósent karla milli 45 og 64 ára eru samkvæmt nýlegri könnun of þung. Nú er að koma á markað nýtt megrunarlyf, sem kallast Acomplia og er framleitt af franska fyrirtækinu Sanofi. Það er þegar komið í sölu í Bretlandi og er á lokastigum skráningarferils hjá Lyfjastofnun.

Lyfið hefur áhrif á heilasellur sem meðal annars stjórna hungurtilfinningu. Tæplega sjö þúsund manns sem tóku þátt í tilraunaerkefni léttust um einn tíunda að meðaltalil. Magamálið styttist um sex eða sjö sentímetra. Í Bretlandi, þar sem lyfið fór fyrst á markað, kostar pillan um 250 krónur.

Ekki er hægt að fá töflurnar nema með framvísun lyfseðils og búist er við að fólk muni þrýsta mjög á lækna að fá ávísun á lyfið. Í Bretlandi, þar sem heilbrigðisyfirvöld greiða hluta kostnaðarins, er búist við að þetta lyf muni kosta ríkið milljarða punda. Það sama gæti gerst hér.

Hlutabréf Sanofi hækkuðu um þrjú prósent í verði í dag. Ljóst er að eftir því sem fólk grennir sig meir á nýju pillunni þá munu framleiðendurnir fitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×