Erlent

Verður að upplýsa morð stúlknanna sem fyrst

Forsætisráðherra Belgíu flutti sjónvarpsávarp í gærkvöld þar sem hann sagði það vera algjört forgangsverkefni að komast til botns í máli stúlknanna tveggja sem fundust myrtar í borginni Liege í gær. Stúlkurnar, Stacy Lemmens sjö ára og Nataly Mahy tíu ára, voru stjúpsystur en þær hurfu fyrir þremur vikum.

Lögregla ákærði nýlega dæmdan barnaníðing vegna hvarfs stúlkanna. Sá gaf sig fram við lögreglu en segist saklaus. Auk þess sem belgíski forsætisráðherrann ávarpaði þjóð sína ákvað Filip, krónprins landsins, að koma fyrr heim úr opinberri heimsókn sinni til Rússlands til þess að heiðra minningu stúlknanna. Niðurstöður úr krufningu líkamsleifa þeirra er að vænta í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×