Met í kaupum á erlendum bréfum 8. mars 2006 09:24 Edda Rós Karlsdóttir Kaup á erlendum verðbréfum hafa ekki verið meiri en í janúar síðastliðnum síðan kerfisbundið var farið að safna upplýsingum um slík kaup árið 1994. Með verðbréfum er átt við hvers konar framseljanleg skuldabréf og hlutabréf og aðrar kröfur sem hafa ígildi peninga, svo sem víxla. Samkvæmt tölum Seðlabankans námu nettókaup innlendra fjárfesta í erlendum bréfum í janúar 33,5 milljörðum króna. Í janúar í fyrra nam upphæðin tæpum 1,5 milljörðum króna. Ásókn innlendra fjárfesta í erlend verðbréf hefur stigmagnast frá árinu 2001, var mjög mikil árið 2005 og nú er spurning hvort álíka sókn verði á árinu 2006, segir tölfræðisvið Seðlabankans. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um hvort ásókn í erlend verðbréf verði jafnmikil áfram. Það fer eftir þróun krónunnar og verðþróun hér heima, segir hún, en miklu getur munað milli mánaða á kaupum í erlendum bréfum. Okkur sýnist reyndar líka að mikil velta sé með verðtryggð skuldabréf og að stórir fjárfestar séu að kaupa meira í þeim en verið hefur. En þegar svo miklar sveiflur eru milli mánaða er varhugavert að draga of miklar ályktanir af mánaðartölum, þótt auðvitað sé gaman að rýna í mettölur. Aukinni ásókn í erlend bréf veldur sterk króna og tiltölulega hátt verð á verðbréfum hér heima segir Edda Rós. Kaupmáttur okkar er mikill í útlöndum meðan krónan er svona sterk. Síðan er eins og aðeins sé komin óvissa í kerfið og þá bregðast menn kannski svona við, segir hún og bætir við að þessi þróun verðbréfakaupa sé mjög góð. Æskilegt er að menn dreifi áhættunni og gott fyrir svona skuldsetta þjóð að menn eigi eignir erlendis sem skili okkur tekjum í framtíðinni, þannig að þetta er bara hið besta mál. Í mati greiningardeildar Landsbankans segir að langstærstan hluta kaupanna megi rekja til hlutabréfakaupa í einstaka fyrirtækjum, en þau hafi í janúar numið 28,2 milljörðum króna. Kaup á erlendum hlutabréfum hafa aukist gífurlega á síðustu misserum, segir þar og bent á að í fyrra hafi þau numið 71,2 milljörðum króna, fimmfalt hærri upphæð en árið 2004. Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Kaup á erlendum verðbréfum hafa ekki verið meiri en í janúar síðastliðnum síðan kerfisbundið var farið að safna upplýsingum um slík kaup árið 1994. Með verðbréfum er átt við hvers konar framseljanleg skuldabréf og hlutabréf og aðrar kröfur sem hafa ígildi peninga, svo sem víxla. Samkvæmt tölum Seðlabankans námu nettókaup innlendra fjárfesta í erlendum bréfum í janúar 33,5 milljörðum króna. Í janúar í fyrra nam upphæðin tæpum 1,5 milljörðum króna. Ásókn innlendra fjárfesta í erlend verðbréf hefur stigmagnast frá árinu 2001, var mjög mikil árið 2005 og nú er spurning hvort álíka sókn verði á árinu 2006, segir tölfræðisvið Seðlabankans. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um hvort ásókn í erlend verðbréf verði jafnmikil áfram. Það fer eftir þróun krónunnar og verðþróun hér heima, segir hún, en miklu getur munað milli mánaða á kaupum í erlendum bréfum. Okkur sýnist reyndar líka að mikil velta sé með verðtryggð skuldabréf og að stórir fjárfestar séu að kaupa meira í þeim en verið hefur. En þegar svo miklar sveiflur eru milli mánaða er varhugavert að draga of miklar ályktanir af mánaðartölum, þótt auðvitað sé gaman að rýna í mettölur. Aukinni ásókn í erlend bréf veldur sterk króna og tiltölulega hátt verð á verðbréfum hér heima segir Edda Rós. Kaupmáttur okkar er mikill í útlöndum meðan krónan er svona sterk. Síðan er eins og aðeins sé komin óvissa í kerfið og þá bregðast menn kannski svona við, segir hún og bætir við að þessi þróun verðbréfakaupa sé mjög góð. Æskilegt er að menn dreifi áhættunni og gott fyrir svona skuldsetta þjóð að menn eigi eignir erlendis sem skili okkur tekjum í framtíðinni, þannig að þetta er bara hið besta mál. Í mati greiningardeildar Landsbankans segir að langstærstan hluta kaupanna megi rekja til hlutabréfakaupa í einstaka fyrirtækjum, en þau hafi í janúar numið 28,2 milljörðum króna. Kaup á erlendum hlutabréfum hafa aukist gífurlega á síðustu misserum, segir þar og bent á að í fyrra hafi þau numið 71,2 milljörðum króna, fimmfalt hærri upphæð en árið 2004.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira