Baðstofumenning 18. febrúar 2006 00:01 Söngva- og söngvarakeppnir eru viðamestu einstöku dagskrárverkefnin sem Ríkissjónvarpið og Stöð tvö ráðast í þennan veturinn. Idol keppni Stöðvar tvö er nú haldin í þriðja sinn og er meira lagt í hana en fyrri ár. Idolið er vinsælasta sjónvarpsefni Stöðvar tvö í næstum tuttugu ára sögu stöðvarinnar. Söngvakeppni Sjónvarpsins er nú haldin með meiri glæsibrag en nokkru sinni og kemur það meðal annars til af því að Ríkissjónvarpið fagnar fertugsafmæli sínu á árinu. Áhorfið fyrsta keppniskvöldið var meira en á annað efni Sjónvarpsins þá vikuna og um leið það sjónvarpsefni sem flestir Íslendingar horfðu á. Margt gott má segja um báðar keppnir en það mikilverðasta er sjálfsagt að fjölskyldan öll getur sameinast fyrir framan skjáinn. Sérstök ástæða er til að nefna það enda ekki margt á dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar, svo undarlegt sem það nú er. Mitt í endalausum áróðrinum um mikilvægi þess að fjölskyldurnar verji saman tíma koma keppnir sem þessar sem himnasending. Auðvitað væri æskilegt að börn og foreldrar gerðu eitthvað annað og uppbyggilegra saman en að horfa á sjónvarpið en það verður víst ekki á allt kosið. Söngva- og söngvarakeppnir hafa margt til að bera til að njóta vinsælda. Sungin eru gömul lög og ný og er umgjörðin öll hin glæsilegasta. Keppendur leggja sig alla fram enda markmið þeirra að vinna. Minnstu mistök eru dýr. Það er þó líklega símakosningin sem gerir efnið jafn bráðvinsælt og það í raun er. Þátttaka áhorfenda í framvindunni ræður úrslitum - það er í þeirra höndum hver vinnur og hver tapar. Sérfræðingar í sjónvarpsmálum segja að þáttum þar sem áhorfendur geta haft áhrif á gang mála í atkvæðagreiðslu muni enn fjölga á næstu árum. Allar götur síðan 1986 hefur verið talað illa um Söngvakeppni Sjónvarpsins og almennt ekki þótt smart að fylgjast með henni. Það tómstundargaman hefur þó meira verið á orði en á borði því áhorfið hefur alltaf verið gott. Og ekkert hefur skort á umræðurnar í samfélaginu; flestir hafa haft skoðanir á keppendum og lögum þeirra. Vissa Íslendinga um gott gengi í lokakeppninni er svo kapítuli útaf fyrir sig og er það yfirleitt skiptimarkaður fjarlægra nágrannaþjóða með atkvæði sem stendur í veginum fyrir sigri okkar. Öfugt við það sem almennt gerist í Söngvakeppninnni eru það nýgræðingar í söng sem reyna með sér í Idol keppninni. Þar hafa áhorfendur orðið vitni að hreint ótrúlegum hæfileikum ungs fólks sem sumt hvert hefur sungið eins og sprenglært. Á annað þúsund ungmenni hafa skráð sig til þátttöku ár hvert og verður að teljast merkilegt hve margir eiga auðvelt með að koma fram fyrir gagnrýna dómnefndina, svo ekki sé minnst á áhorfendur heima í stofu. Er það til merkis um aukið sjálfstraust unga fólksins. Þess gætir líka á smærri samkomum eins og ættarmótum eða bekkjarkvöldum í skólum. Krakkarnir stíga óhræddir á svið og syngja, líkt og þeir hafi ekki gert annað um ævina. Og með þessu fylgjast Íslendingar. Með unga fólkinu í Idolinu og fagmönnunum í Söngvakeppninni. Allir eiga sitt uppáhald og greiða því atkvæði sitt. Það er fjör á heimilunum þegar söngva- og söngvarakeppnirnar eru á dagskrá. Þetta er baðstofumenningin nýja. Hún varð til í árdaga sjónvarps á Íslandi og gengur í endurnýjun lífdaga þegar stöðvarnar sýna eitthvað sem öll fjölskyldan getur horft saman á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Söngva- og söngvarakeppnir eru viðamestu einstöku dagskrárverkefnin sem Ríkissjónvarpið og Stöð tvö ráðast í þennan veturinn. Idol keppni Stöðvar tvö er nú haldin í þriðja sinn og er meira lagt í hana en fyrri ár. Idolið er vinsælasta sjónvarpsefni Stöðvar tvö í næstum tuttugu ára sögu stöðvarinnar. Söngvakeppni Sjónvarpsins er nú haldin með meiri glæsibrag en nokkru sinni og kemur það meðal annars til af því að Ríkissjónvarpið fagnar fertugsafmæli sínu á árinu. Áhorfið fyrsta keppniskvöldið var meira en á annað efni Sjónvarpsins þá vikuna og um leið það sjónvarpsefni sem flestir Íslendingar horfðu á. Margt gott má segja um báðar keppnir en það mikilverðasta er sjálfsagt að fjölskyldan öll getur sameinast fyrir framan skjáinn. Sérstök ástæða er til að nefna það enda ekki margt á dagskrá sem höfðar til allrar fjölskyldunnar, svo undarlegt sem það nú er. Mitt í endalausum áróðrinum um mikilvægi þess að fjölskyldurnar verji saman tíma koma keppnir sem þessar sem himnasending. Auðvitað væri æskilegt að börn og foreldrar gerðu eitthvað annað og uppbyggilegra saman en að horfa á sjónvarpið en það verður víst ekki á allt kosið. Söngva- og söngvarakeppnir hafa margt til að bera til að njóta vinsælda. Sungin eru gömul lög og ný og er umgjörðin öll hin glæsilegasta. Keppendur leggja sig alla fram enda markmið þeirra að vinna. Minnstu mistök eru dýr. Það er þó líklega símakosningin sem gerir efnið jafn bráðvinsælt og það í raun er. Þátttaka áhorfenda í framvindunni ræður úrslitum - það er í þeirra höndum hver vinnur og hver tapar. Sérfræðingar í sjónvarpsmálum segja að þáttum þar sem áhorfendur geta haft áhrif á gang mála í atkvæðagreiðslu muni enn fjölga á næstu árum. Allar götur síðan 1986 hefur verið talað illa um Söngvakeppni Sjónvarpsins og almennt ekki þótt smart að fylgjast með henni. Það tómstundargaman hefur þó meira verið á orði en á borði því áhorfið hefur alltaf verið gott. Og ekkert hefur skort á umræðurnar í samfélaginu; flestir hafa haft skoðanir á keppendum og lögum þeirra. Vissa Íslendinga um gott gengi í lokakeppninni er svo kapítuli útaf fyrir sig og er það yfirleitt skiptimarkaður fjarlægra nágrannaþjóða með atkvæði sem stendur í veginum fyrir sigri okkar. Öfugt við það sem almennt gerist í Söngvakeppninnni eru það nýgræðingar í söng sem reyna með sér í Idol keppninni. Þar hafa áhorfendur orðið vitni að hreint ótrúlegum hæfileikum ungs fólks sem sumt hvert hefur sungið eins og sprenglært. Á annað þúsund ungmenni hafa skráð sig til þátttöku ár hvert og verður að teljast merkilegt hve margir eiga auðvelt með að koma fram fyrir gagnrýna dómnefndina, svo ekki sé minnst á áhorfendur heima í stofu. Er það til merkis um aukið sjálfstraust unga fólksins. Þess gætir líka á smærri samkomum eins og ættarmótum eða bekkjarkvöldum í skólum. Krakkarnir stíga óhræddir á svið og syngja, líkt og þeir hafi ekki gert annað um ævina. Og með þessu fylgjast Íslendingar. Með unga fólkinu í Idolinu og fagmönnunum í Söngvakeppninni. Allir eiga sitt uppáhald og greiða því atkvæði sitt. Það er fjör á heimilunum þegar söngva- og söngvarakeppnirnar eru á dagskrá. Þetta er baðstofumenningin nýja. Hún varð til í árdaga sjónvarps á Íslandi og gengur í endurnýjun lífdaga þegar stöðvarnar sýna eitthvað sem öll fjölskyldan getur horft saman á.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun