Innlent

Eyrarrósin veitt í fyrsta sinn

Á morgun verður Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, veitt í fyrsta sinn. Þrjú verkefni hafa verið valin úr hópi fjölmargra umsækjenda og verða þau kynnt sérstaklega á Bessastöðum klukkan 15 á morgun en eitt þeirra hlýtur Eyrarrósina, fjárstyrk að upphæð 1,5 milljón króna og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.   Verkefnin þrjú sem hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2005 eru:Aldrei fór ég suður - rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði Listahátíðin Á seyði á Seyðisfirði Þjóðlagahátíðin á Siglufirði



Fleiri fréttir

Sjá meira


×