Erlent

Þingkosningar í Palestínu í júlí

Rawhi Fattouh, starfandi forseti Palestínu, greindi frá því í dag þingkosningar færu fram í Palestínu 17. júlí næstkomandi, í fyrsta sinn í níu ár. Þá sagði hann enn fremur að til stæði að breyta kosningalögum og fjölga sætum á palestínska þinginu úr áttatíu og átta í hundrað tuttugu og fjögur. Það er því útlit fyrir enn meiri hræringar í stjórnmálalífi Palestínu, en Palestínumenn velja á morgun forseta í stað Jassirs Arafats sem lést í nóvember síðastliðnum. Líklegt er talið að Mahmoud Abbas, eftirmaður Arafats í Frelsissamtökum Palestínu, PLO, beri sigur úr býtum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×