Innlent

Saltpéturssýra lak út á Krókhálsi

Töluvert magn af salpétursýru lak út við húsnæði Össurar við Krókháls á tíunda tímanum í kvöld. Verið var að vinna í húsnæðinu þegar starfsmenn urðu lekans varir og hringdu í Neyðarlínuna. Eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sendir á vettvang og nærliggjandi götum var lokað. Ekki var talið að neinn hefði andað efninu að sér þannig að skaði hlytist af.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×