Erlent

Gíslunum sleppt

Þremur breskum gíslum hefur verið sleppt á Gasasvæðinu í Palestínu. Um er að ræða Kate Burton, 24 ára gamlan hjálparstarfsmann, og foreldra hennar. Herská samtök, sem nefna sig Mujahideen herdeildirnar í Jerúsalem, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðust hafa fallist á að láta gíslana lausa eftir að hafa fengið tryggingar fyrir því að Bretar og Evrópusambandið muni vinna að því að Ísraelsmenn falli frá öryggissvæði sem þeir hafa markað á Gasasvæðinu. Breskir sendimenn segja þó engar viðræður hafa átt sér stað við mannræningjana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×