Innlent

Stefán Jón fundar um manneklu

Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs Reykjavíkur, hefur boðað til fundar í fyrramálið með stjórnendum leikskólanna til að fara yfir stöðuna í ráðningarmálum. Stefán Jón segir að ítarleg könnun, í dag, sýni að staðan sé e.t.v engu verri nú en fyrri ár um þetta leyti. Því sé óþarfi að svo stöddu að reikna með mikilli þjónustuskerðingu skólanna. Hann muni hins vegar fara yfir þessi mál með skólastjórum í fyrramálið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×