Litli hluthafinn í aðalhlutverki 23. febrúar 2005 00:01 Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins. Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Davíð tókst á við Golíat á aðalfundi Símans í gær og hafði verr. Fjármálaráðherra ræður 99 prósenta hlut í Símanum, en hávær minnihluti í birtingarmynd Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hélt uppi meirihluta umræðna á fundinum. Steingrímur lýsti andstöðu við kaup Símans á Skjá einum og þátttöku fyrirtækisins í sjónvarpsrekstri. Hann flutti tvær tillögur um málið, annars vegar um að kaupin myndu ganga til baka og varatillögu um að sjónvarpsrekstur Símans yrði seldur. Fyrri tillagan var felld gegn atkvæði Steingríms en við hina síðari fékk hann stuðning þriggja annarra smárra hluthafa. Þrátt fyrir að meðeigandi hans ríkið hafi ekki veitt tillögum hans brautargengi vildi Steingrímur sem fyrr ekki minnka eignarhlut ríkisins í fyrirtækinu. Rannveig Rist, stjórnarformaður Símans, rökstuddi ákvörðun stjórnarinnar um kaup á sjónvarpsrekstri með vísan til þróunar á fjarskiptamarkaði, þar sem skilin milli fjarskipta- og afþreyingarþjónustu eru óðum að hverfa. Samþykkt var á fundinum tillaga stjórnar um að greiða 6,3 milljarða í arð til hluthafa. Steingrímur J. spurði um tilurð þeirrar tillögu og las Rannveig upp bréf frá fjármálaráðherra þar sem gerð var grein fyrir hugmyndum ráðuneytisins um heppilega fjármagnsskipan félagsins. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sagði ýtarlegar umræður hafa farið fram meðal stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins um heppilega fjármagnsskipan áður en ákvörðun var tekin um arðgreiðsluna. Steingrímur sagði hins vegar þessa góðu arðgreiðslu sýna að glórulaust væri að selja bréfin í fyrirtækinu eins vel og það greiddi hluthöfum sínum. Hann vildi að félagið einbeitti sér að uppbyggingu almannaþjónustu sem nýtast myndi öllum landsmönnum. Fram kom í máli stjórnenda Símans að ISDN-þjónusta næði nú til 99,96 prósenta þjóðarinnar. ADSL-þjónusta væri í eðli sínu þéttbýlisþjónusta, en með flutningi stafræns sjónvarps gegnum ADSL mætti veita fleirum slíka háhraðaþjónustu, en annars yrði unnt. Auk arðgreiðslu Símans fær hver starfsmaður 160 þúsund krónur í kaupauka og vill stjórnin með því undirstrika þátt starfsmanna í góðri afkomu fyrirtækisins.
Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira