Sport

Heimir Snær frá FH út í Eyjar

Botnlið ÍBV í Landsbankadeildinni hefur bætt við sig leikmanni en Heimir Snær Guðmundsson fer til liðsins á lánssamningi frá FH og verður út þetta sumar. Heimir verður 21 árs um miðjan mánuðinn en hann var fyrirliði 2. flokks FH sem fór taplaus í gegnum Íslandsmótið 2003. Heimir er miðjumaður en einnig er vel hægt að nota hann í hægri bakverði.  Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV, var ekki í vafa um að þetta væri liðsstyrkur fyrir ÍBV. „Ég þekki þennan strák vel og það er klárt mál að hann styrkir okkur. “



Fleiri fréttir

Sjá meira


×