Erlent

Átta friðargæsluliðar drepnir

Að minnsta kosti átta friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna voru drepnir í Afríkuríkinu Kongó í morgun þegar skæruliðar veittu þeim fyrirsát. Árásin átti sér stað í austurhluta landsins þar sem tæplega fimm þúsund friðargæsluliðar eru að störfum. Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna í Kongó hefur jafnframt staðfest að ekki sé vitað um afdrif enn fleiri friðargæsluliða frá því í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×