Erlent

Enn logar allt í óeirðum í París

Allt hefur logað í óeirðum dögum saman í einu úthverfa Parísar, Clichy-Sous-Bois, eftir að tveir ungir drengir létust eftir að hafa fengið raflost þar sem þeir földu sig fyrir lögreglunni í lítilli rafstöð. Innanríkisráðherrann Nicolas Zarkosy heimsótti hverfið í gær og lofaði því að hart yrði tekið á óeirðaseggjum, en lætin undanfarna daga hafa enn beint kastljósinu að aðstæðum fátækra innflytjenda sem búa við misjöfn skilyrði í úthverfum Parísar þar sem hending er að sjá lögreglumann á ferli nema mikið liggi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×