Avion kaupir fjórar nýjar þotur 22. september 2005 00:01 Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla. Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla.
Viðskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira