Vildi framskækið fyrirtæki 14. september 2005 00:01 James Liu fór til Hollands með tvær hendur tómar. Þegar hann sneri þaðan til Kína var hann starfsmaður flutningafyrirtækis sem hafði keypt hans eigið fyrirtæki. Honum fanns vanta kraft og áræðni í gamla fyrirtækið og tók því fegins hendi þegar Eimskip falaðist eftir kröftum hans og viðskiptasamböndum. Hafliði Helgason hitti hann yfir hádegisverði og ræddi um Kína og viðskiptin. Eimskip opnaði í nóvember skrifstofu í Qingdao í Kína. Fyrir þeirri skrifstofu fer James Liu sem stýrir þar örum vexti í kæliflutningum, einkum með sjávarfang. Liu hélt til Bandaríkjanna eftir nám í endurskoðun til að læra ensku og sjá sig um í heiminum. Þegar hann snéri aftur heim var hann ekki laus við útrá og ævintýralöngun. "Ég hélt til Hollands. Mig langaði að setja á fót fyrirtæki á sviði flutninga. Ég fluttist inn á lítið hótel þar sem var kínsverskur veitingastaður og byrjaði að reyna að koma mér í sambönd til að fá atvinnuleyfi og geta stigið fyrstu skrefin við stofnun fyrirtækis." Þekkti enganJames Liu var heppinn og komst í samband við fólk sem var með laust pláss í skrifstofuhúsnæði. Hann hafði sjálfur sambönd í Kína og smátt og smátt tókst honum að koma sér upp hópi viðskiptamanna. "Það var mjög erfitt að koma sér á stað. Ég þekkti engann og enginn þekkti mig. Þegar ég hringdi og vildi fá samband þá sögðu flestir að þeir hefðu ekki tíma til að tala við mig." Að lokum tókst honum að ná áheyrn með því að kíkja í heimssókn og kynna sig. "Ég var ódýr í rekstri, þurfti bara skrifborð, tölvu og síma, en afraksturinn var ekki mikill til að byrja með." Hann segir fyrstu tvö árin hafa verið býsna erfið. "Mér tókst þó að lokum að kynnast nokkrum þar á meðal Eimskip. Eftir tvö ár voru viðskiptin farin að ganga ágætlega. Þá vildi samstarfsmaður minn í Kína draga sig út úr rekstrinum. Á sama tíma vildi flutningafyrirtækið Blue Water kaupa fyrirtækið af mér. Það varð úr þótt ég vildi ekki selja í fyrstu." Leiddist rólegheitinJames Liu hóf störf hjá Blue Water á skrifstofu þeirra í Rotterdam. Hann hafði þá kynnst konu sinni sem einnig er kínversk þar sem þau unnu í sama húsi. Þau unnu saman hjá Blue Water. "Fljótlega kom upp vandamál með tengiliði í Kína og það varð úr að við fórum fyrir tveimur árum aftur til Kína. Viðskiptin jukust hratt. Ég hafði lagt mjög hart að mér við uppbygginguna og vildi vinna hjá framsæknu félagi. Blue Water er gott fyrirtæki, en þar eru menn rólegir í tíðinni. Ég vil miklu frekar vinna hjá fyrirtæki eins og Eimskip þar sem hlutirnir gerast hratt og menn sækja fram." Til stóð að James Liu og Blue Water gerðu með sér samning til lengri tíma. "Það gekk hægt fyrir sig og dróst stöðugt að gengið yrði frá samningi. Ég hafði alltaf verið duglegur að sækja sýningar og átti töluverð samskipti við Eimskipsmenn. Þeir buðu mér samning og voru tilbúnir að ganga strax frá honum. Ég kunni að meta þann anda sem er í fyrirtækinu og hann hentar mér vel svo ég sló til og við opnuðum skrifstofuna í fyrra. Ég vil vinna hjá fyrirtæki sem er með skýra mynd af því hvernig það vill vera eftir nokkur ár. Ég fékk skýr skilaboð um að þeir vilji vera númer eitt og eru tilbúnir að setja pening og mannskap í að ná því markmiði." Langur dagur James Liu byrjaði einn með konu sinni að vinna fyrir Eimskip. Nú starfa fjórtán manns á skrifstofunni og til stendur til fjölga þeim í tuttugu. Hann verður sposkur þegar ég spyr hann um vöxtinn í starfseminni. "Viðskiptin ganga vel og mikil aukning hjá okkur. Mun meiri en við reiknuðum með," segir hann og brosir. Áherslan er á kælivörur frá Kína og sjávarafurðir eru fyrirferðarmiklar. Vinnudagurinn er langur og James Liu og kona hans eignuðust dóttur fyrr ár árinu. "Ég hef ekki mikinn tíma til að vera með henni. Það er helst á morgnana. Vinnudagurinn er langur og álagið oft mest seinnipartinn. Þá eru menn að mæta á skrifstofur í Evrópu og senda mér tölvupóst. Ef þarf að svara frekar er ég oft langt fram á kvöld. Vinnutíminn er því frá því á morgnana og til ellefu á kvöldin." Skrifstofan er líka opin á laugardögum. "Við reynum að hætta snemma á laugardögum. Það vinna margar konur hjá mér og þær vilja komast í búðir," segir hann og brosir. Já þýðir neiJames Liu segist mjög bjartsýnn á viðskiptin í Kína. "Eimskip er í sókn og ég get sífellt boðið viðskiptavinum mínum meiri og fjölbreyttari þjónustu. Með kaupunum á Daalimpex get ég boðið frysti og kæligeymslu í Evrópu í meira mæli en áður, auk kæli og frystiflutinga." Kínsverska hagkerfið vex hratt og James Liu segir mikla möguleika felast í því að komast í sambönd við innflytjendur sem vilji flytja beint frá Kína. "Ég er með sambönd við framleiðendur vítt og breitt um Kína. Hagvöxtur er mikill í Kína, en við megum ekki byggja viðskiptin eingöngu á því. Við verðum að hugsa um að viðskiptin gangi vel, líka þegar vöxturinn er minni." Framundan er mikil vinna við uppbyggingu starseminnar í Kína. James Liu segir styrk sinn liggja í því að hafa búið að vesturlöndum. Hann þekki því menningu og hugsunarhátt Evrópubúa og geti miðlað til þeirra hvernig Kínverjar nálgist sín viðskipti og viðfangsefni. En hver er munurinn á menningu Kínverja og Vesturlandabúa og hvað reynist erfiðast. "Þú hefur kannski heyrt þetta áður, en eitt höfuð vandamálið er að við segjum alltaf já við öllu. Líka þegar við meinum nei," segir hann og hlær. "Ég sem Kínverji veit hvenær menn meina nei með jáinu sínu, en það getur skapað vandamál þegar vestrænir kaupsýslumenn halda að eitthvað sé að gerast af því að einhver sagði já þegar hann meinti nei." Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
James Liu fór til Hollands með tvær hendur tómar. Þegar hann sneri þaðan til Kína var hann starfsmaður flutningafyrirtækis sem hafði keypt hans eigið fyrirtæki. Honum fanns vanta kraft og áræðni í gamla fyrirtækið og tók því fegins hendi þegar Eimskip falaðist eftir kröftum hans og viðskiptasamböndum. Hafliði Helgason hitti hann yfir hádegisverði og ræddi um Kína og viðskiptin. Eimskip opnaði í nóvember skrifstofu í Qingdao í Kína. Fyrir þeirri skrifstofu fer James Liu sem stýrir þar örum vexti í kæliflutningum, einkum með sjávarfang. Liu hélt til Bandaríkjanna eftir nám í endurskoðun til að læra ensku og sjá sig um í heiminum. Þegar hann snéri aftur heim var hann ekki laus við útrá og ævintýralöngun. "Ég hélt til Hollands. Mig langaði að setja á fót fyrirtæki á sviði flutninga. Ég fluttist inn á lítið hótel þar sem var kínsverskur veitingastaður og byrjaði að reyna að koma mér í sambönd til að fá atvinnuleyfi og geta stigið fyrstu skrefin við stofnun fyrirtækis." Þekkti enganJames Liu var heppinn og komst í samband við fólk sem var með laust pláss í skrifstofuhúsnæði. Hann hafði sjálfur sambönd í Kína og smátt og smátt tókst honum að koma sér upp hópi viðskiptamanna. "Það var mjög erfitt að koma sér á stað. Ég þekkti engann og enginn þekkti mig. Þegar ég hringdi og vildi fá samband þá sögðu flestir að þeir hefðu ekki tíma til að tala við mig." Að lokum tókst honum að ná áheyrn með því að kíkja í heimssókn og kynna sig. "Ég var ódýr í rekstri, þurfti bara skrifborð, tölvu og síma, en afraksturinn var ekki mikill til að byrja með." Hann segir fyrstu tvö árin hafa verið býsna erfið. "Mér tókst þó að lokum að kynnast nokkrum þar á meðal Eimskip. Eftir tvö ár voru viðskiptin farin að ganga ágætlega. Þá vildi samstarfsmaður minn í Kína draga sig út úr rekstrinum. Á sama tíma vildi flutningafyrirtækið Blue Water kaupa fyrirtækið af mér. Það varð úr þótt ég vildi ekki selja í fyrstu." Leiddist rólegheitinJames Liu hóf störf hjá Blue Water á skrifstofu þeirra í Rotterdam. Hann hafði þá kynnst konu sinni sem einnig er kínversk þar sem þau unnu í sama húsi. Þau unnu saman hjá Blue Water. "Fljótlega kom upp vandamál með tengiliði í Kína og það varð úr að við fórum fyrir tveimur árum aftur til Kína. Viðskiptin jukust hratt. Ég hafði lagt mjög hart að mér við uppbygginguna og vildi vinna hjá framsæknu félagi. Blue Water er gott fyrirtæki, en þar eru menn rólegir í tíðinni. Ég vil miklu frekar vinna hjá fyrirtæki eins og Eimskip þar sem hlutirnir gerast hratt og menn sækja fram." Til stóð að James Liu og Blue Water gerðu með sér samning til lengri tíma. "Það gekk hægt fyrir sig og dróst stöðugt að gengið yrði frá samningi. Ég hafði alltaf verið duglegur að sækja sýningar og átti töluverð samskipti við Eimskipsmenn. Þeir buðu mér samning og voru tilbúnir að ganga strax frá honum. Ég kunni að meta þann anda sem er í fyrirtækinu og hann hentar mér vel svo ég sló til og við opnuðum skrifstofuna í fyrra. Ég vil vinna hjá fyrirtæki sem er með skýra mynd af því hvernig það vill vera eftir nokkur ár. Ég fékk skýr skilaboð um að þeir vilji vera númer eitt og eru tilbúnir að setja pening og mannskap í að ná því markmiði." Langur dagur James Liu byrjaði einn með konu sinni að vinna fyrir Eimskip. Nú starfa fjórtán manns á skrifstofunni og til stendur til fjölga þeim í tuttugu. Hann verður sposkur þegar ég spyr hann um vöxtinn í starfseminni. "Viðskiptin ganga vel og mikil aukning hjá okkur. Mun meiri en við reiknuðum með," segir hann og brosir. Áherslan er á kælivörur frá Kína og sjávarafurðir eru fyrirferðarmiklar. Vinnudagurinn er langur og James Liu og kona hans eignuðust dóttur fyrr ár árinu. "Ég hef ekki mikinn tíma til að vera með henni. Það er helst á morgnana. Vinnudagurinn er langur og álagið oft mest seinnipartinn. Þá eru menn að mæta á skrifstofur í Evrópu og senda mér tölvupóst. Ef þarf að svara frekar er ég oft langt fram á kvöld. Vinnutíminn er því frá því á morgnana og til ellefu á kvöldin." Skrifstofan er líka opin á laugardögum. "Við reynum að hætta snemma á laugardögum. Það vinna margar konur hjá mér og þær vilja komast í búðir," segir hann og brosir. Já þýðir neiJames Liu segist mjög bjartsýnn á viðskiptin í Kína. "Eimskip er í sókn og ég get sífellt boðið viðskiptavinum mínum meiri og fjölbreyttari þjónustu. Með kaupunum á Daalimpex get ég boðið frysti og kæligeymslu í Evrópu í meira mæli en áður, auk kæli og frystiflutinga." Kínsverska hagkerfið vex hratt og James Liu segir mikla möguleika felast í því að komast í sambönd við innflytjendur sem vilji flytja beint frá Kína. "Ég er með sambönd við framleiðendur vítt og breitt um Kína. Hagvöxtur er mikill í Kína, en við megum ekki byggja viðskiptin eingöngu á því. Við verðum að hugsa um að viðskiptin gangi vel, líka þegar vöxturinn er minni." Framundan er mikil vinna við uppbyggingu starseminnar í Kína. James Liu segir styrk sinn liggja í því að hafa búið að vesturlöndum. Hann þekki því menningu og hugsunarhátt Evrópubúa og geti miðlað til þeirra hvernig Kínverjar nálgist sín viðskipti og viðfangsefni. En hver er munurinn á menningu Kínverja og Vesturlandabúa og hvað reynist erfiðast. "Þú hefur kannski heyrt þetta áður, en eitt höfuð vandamálið er að við segjum alltaf já við öllu. Líka þegar við meinum nei," segir hann og hlær. "Ég sem Kínverji veit hvenær menn meina nei með jáinu sínu, en það getur skapað vandamál þegar vestrænir kaupsýslumenn halda að eitthvað sé að gerast af því að einhver sagði já þegar hann meinti nei."
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira