Erlent

Áframhaldandi óeirðir í Belfast

Óeirðir héldu áfram í Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi, annan daginn í röð, þegar öfgasinnaðir mótmælendur réðust að lögreglu og kveiktu í bifreiðum. Þetta eru mestu átök í borginni í áratug. Yfirmaður norðurírsku lögreglunnar hefur skellt skuldinni á reglu Óraníumanna en hún neitar sök. Átökin hófust þegar lögreglan kom í veg fyrir að Óraníumenn gætu farið fylktu liði um hverfi kaþólikka. Á fjórða tug lögreglumanna eru sárir eftir átökin. Þá segir yfirmaður lögreglunnar að hún hafi fundið sprengjuverksmiðju og fjölda vopna í kjölfar óeirðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×