Sport

FH tapaði

Skagamenn sigruðu Íslandsmeistara FH 2-1 á Skipaskaga í kvöld í Landsbankadeild karla. Sigurður Ragnar Eyjólfsson gerði bæði mörk Akurnesinga en mark FH gerði Atli Viðar Björnsson. Þetta var fyrst tap FH í sumar en fyrir leikinn hafði liðið unnið 15 fyrstu leiki deildarinnar. Þetta var fyrsta tap FH í deildakeppni frá því liðið tapaði fyrir Fylki í Árbænum í maí mánuði 2004. Fram að leiknum höfðu FH-ingar unnið 18 leiki í röð, síðustu þrjá á síðustu leiktíð og fyrstu 15 á þessari leiktíð. Skagamenn eru nú komnir í góða stöðu í keppninni um bronsið í deildinni. Landsbankadeild karla - StaðaLiðLUJTMörkStig FH16150147845Valur151014271131ÍA16826201926Keflavík15564242821Fylkir15627252620KR15618182219Fram16529172517ÍBV15519172616Grindavík16439193715Þróttur15249162810



Fleiri fréttir

Sjá meira


×