Innlent

Íbúðalánasjóður braut reglur EES

Lánveitingar Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja eru ólögmætar og stangast á við reglur EES, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Íbúðalánasjóður segir álitsgerðina byggða á forsendum sem standist ekki. Jóhannes Sigurðsson, prófessor við Fjármálaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, hefur að beiðni Samtaka atvinnulífsins og samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, tekið saman álitsgerð þar sem fram kemur að lán, sem Íbúðalánasjóður hefur veitt fjármálafyrirtækjum og eru ætluð til íbúðakaupa viðskiptamanna þeirra, séu ólögmæt og stangist á við reglur EES. Jóhannes segir rök sjóðsins um að lánasamningarnir séu hluti af áhættustýringu ekki eiga við rök að styðjast vegna þess að þetta séu lánssamningar sem ekki sé hægt að framselja. Jóhannes segir einnig að verið sé að lána beint til íbúðakaupa hærri fjárhæðir en Íbúðalánasjóðir er heimilt að lána. Sjóðnum sem slíkum er heimilt að veita lán að fjárhæð 15,9 milljónir, aftur á móti mega bankarnir lána allt að 25 milljónir samkvæmt samningum, með peningum sem þeir hafa fengið frá sjóðnum. Jóhannes segir áhættustýringarheimildir sjóðsins bundnar við verðbréf, þ.e.a.s. eina leiðin fyrir sjóðinn til að stýra áhættunni sé með kaupum og sölum á verðbréfum, en þetta er mjög umdeilt atriði í reglugerð um sjóðinn. Og hann segir það vera alveg ljóst að Íbúðalánasjóður á ekki að stunda lánveitingar til fjármálafyrirtækja. Árni Páll Árnason, sem hefur unnið lögmannsstörf fyrir Íbúðalánasjóð, segir sjóðinn aldrei hafa veitt fé til fjármálastofnanna fyrir þær til að endurlána. Hann segir vankantana á álitsgerðinni vera þá að hún gengur út frá tilteknum forsendum sem standast. Veigamesta atriðið þar er sú forsenda að Íbúðalánasjóður sé að lána bönkum sem síðan endurlána til viðskitpavina og það hefur aldrei gerst. Íbúðalanasjóður hefur ávaxtað fé sitt sem hefur komið til hans með uppgreiðslum og á þessu er grundvallarmunur 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×