Sport

Jakob Jóhann komst ekki í úrslit

Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, komst ekki í undanúrslit í 50 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Montreal. Jakob Jóhann stefndi á þátttöku í undanrásum og taldi að til þess þyrfti hann að bæta Íslandsmet sitt, 28,86 sekúndur um minnst hálfa sekúndu en allt kom fyrir ekki og Jakob bætti ekki metið þrátt fyrir að hafa náð ágætis tíma, 28,92 sekúndum. En eins og Örn Arnarson í gær kom Jakob síðastur í mark í sínum riðli. Sextán keppendur komust í undanúrslit og þurfti tíma upp á 28,10 sekúndur til að komast í þann hóp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×