Sport

Kristján í úrslitum á EM í snóker

Kristján Helgason leikur til úrslita á Evrópumóti áhugamanna í snóker í Póllandi. Kristján sigraði Mark Allen frá Norður-Írlandi með sex römmum gegn fimm í undanúrslitum en Allen er núverandi heims- og Evrópumeistari áhugamanna og aukinheldur Evrópumeistari unglinga. Kristján mætir Maltverjanum Alex Borg í úrslitum í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×