Sport

Stórsigur Vals og Þróttur fær stig

Valur vann sinn fjórða sigur í röð í Landsbankadeild karla í kvöld þegar Fram steinlá á Hlíðarenda, 3-0 og eru þeir rauðklæddu því með fullt hús stiga við hlið Íslandsmeistara FH á toppi deildarinnar. Þróttur og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli en þetta er fyrsta jafnteflið í deildinni í sumar og fjórðu umferð nú lokið. Fram er í 5. sæti með 6 stig eftir tvo sigra og tvö töp. Matthías Guðmundsson, Sigþór Júlíusson og Baldur Aðalsteinsson skoruðu mörk Vals í kvöld. Eysteinn Pétur Lárusson og Páll Einarsson skoruðu mörk Þróttar sem komust yfir en lentu svo undir 1-2. Páll jafnaði úr vítaspyrnu á 71. mínútu. Þetta er fyrsta stig Þróttara í sumar en þeir sitja í næst neðsta sæti fyrir ofan stigalaust lið ÍBV.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×