Phoenix 1 - San Antonio 3 31. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig. NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið. Suns voru skrefinu á undan heimamönnum í leiknum í nótt og sýndu mikinn karakter þegar þeir stóðu af sér góð áhlaup þeirra á lokasprettinum. Amare Stoudemire var allt í öllu í blálokin og skoraði mikilvægar körfur, varði skot og stal knettinum. Hann hefur greinilega verið orðinn leiður á að hlusta á fólk tala um hvernig lið hans ætti ekki möguleika á að vinna reynt lið San Antonio. "Amare var ótrúlegur. Þó hann sé með manni í liði getur maður ekki annað en dáðst að honum. Hann var rosalega mikilvægur fyrir okkur á lokasprettinum," sagði Steve Nash um hinn unga samherja sinn. Tim Duncan átti mjög erfitt uppdráttar í gær og skoraði aðeins 15 stig í leiknum. Hann náði sér aldrei á strik í sóknarleiknum og góð hjálparvörn frá Joe Johnson virtist trufla hann mikið. Verst af öllu var þó vítanýting hans, en hann hitti aðeins úr 3 af 12 vítaskotum sínum í leiknum, sem er skelfilegt í jafn mikilvægum leik. "Við erum bæði vonsviknir og reiðir," sagði Manu Ginobili sem var eini leikmaður Spurs sem lék af eðlilegri getu. "Takmark okkar í þessari seríu var hinsvegar að komast í úrslitin, ekki að vinna Phoenix 4-0, þannig að við hengjum ekkert haus þó við höfum tapað einum leik, við erum í fínu formi" bætti hann við. San Antonio hefur unnið báða leiki liðanna í Phoenix, en það þýðir ekki að þeir þurfi ekki á sínum allra besta leik til að sigra þar. Ef Phoenix tekst að vinna næsta leik, gæti þetta einvígi þannig orðið lengra en margur var farinn að sjá fyrir sér. Engu liði af þeim 76 sem lent hafa undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar, hefur þó tekist að koma til baka og vinna seríuna og aðeins átta liðum af því hefur tekist að vinna tvo leiki eftir það. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (7 frák), Tim Duncan 15 stig (16 frák), Robert Horry 15 stig (7 frák), Bruce Bowen 15 stig, Tony Parker 13 stig, Beno Udrih 9 stig, Nazr Mohammed 8 stig (8 frák).Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 31 stig, Joe Johnson 26 stig, Steve Nash 17 stig (12 stoðs), Quentin Richardson 14 stig (6 frák), Shawn Marion 11 stig (14 frák), Jimmy Jackson 8 stig.
NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira