Phoenix 4 - Dallas 2 21. maí 2005 00:01 Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik. Nash var búinn að bera lið Phoenix á herðum sér tvo leiki í röð og munaði ekki um að gera það einu sinni enn. Hann skoraði 39 stig, átti 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst í sigri Phoenix í Dallas í nótt og skoraði nokkrar ótrúlegar körfur þegar leikurinn var í járnum undir lok fjórða leikhlutans og í framlengingu. Leikurinn í nótt var leikur sóknarinnar eins og allir undanfarnir leikir liðanna, sem hafa verið frábærir á að horfa. Á köflum var varnarleikur liðanna, sérstaklega Dallas-liðsins undir lok venjulegs leiktíima, hreint út sagt skelfilegur, en þegar annar eins sóknarleikur er á boðstólnum eru menn fljótir að gleyma því. Einvígi liðanna var það fyrsta í úrslitakeppninni í 19 ár, þar sem bæði lið skora yfir 100 stig í öllum leikjunum og er búið að vera sannkölluð rússíbanareið frá fyrstu mínútu. "Hann skoraði margar ótrúlegar körfur í kvöld og raunar í öllum leikjunum sem þeir unnu okkur. Ég hugsa að honum hafi á einhvern hátt fundist hann hafa harma að hefna hér í Dallas og langað að sýna okkur hverju við misstum af þegar hann fór héðan - það gerði hann svo sannarlega. Ég hef aldrei séð hann leika betur," sagði Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem er einn besti vinur Nash, síðan þeir léku saman í nokkur ár. Nowitzki skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst, en var pirraður út í dómara leiksins lengst af og eyddi miklum tíma í að öskra á þá, sem og félaga sína þegar honum þótti þeir vera að slá slöku við í varnarleiknum. Verstu útreiðina fékk Jason Terry frá Þjóðverjanum, þegar hann leyfði Nash að jafna leikinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunum án þess að fá rönd við reist. "Við höfum náð hæðum sem við höfum ekki náð lengi og þegar maður er í úrslitakeppni fær maður ekki mörg tækifæri. Þetta er hinsvegar bara önnur umferðin, svo við verðum að vera með fætur okkar á jörðinni," sagði hógvær Steve Nash eftir leikinn, en Suns hafa þó góða ástæðu til að fagna árangri sínum, því liðið hefur ekki komist í úrslit vesturdeildar síðan árið 1993, en þá fóru þeir í úrslitaleikinn við Chicago Bulls og töpuðu. Marc Cuban, eigandi Dallas var ekki á því að viðurkenna mistök sín að láta Steve Nash renna sér úr greipum í fyrra. "Ef við hefðum haldið Nash hérna, værum við með allt öðruvísi lið en núna og mér finnst liðið sem við erum með núna skemmtilegra;" sagði eigandinn. Phoenix mætir því San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar og fyrsti leikur liðanna er strax á sunnudagskvöld í Arizona. Það verður gerólíkt einvígi, þar sem mætast reynslumikið og vel skipulagt varnarlið og sóknarstormsveit Phoenix. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 36 stig, Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák, 6 stoðs), Josh Howard 21 stig (14 frák), Jerry Stackhouse 19 stig, Eric Dampier 13 stig (6 frák), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 39 stig (12 stoðs, 9 frák), Shawn Marion 38 stig (16 frák), Amare Stoudemire 18 stig (6 frák), Jimmy Jackson 16 stig (7 frák), Quentin Richardson 11 stig (13 frák). NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira
Steve Nash hefur líklega fundist hann hafa mikið að sanna þegar ljóst var að hann myndi mæta félaginu sem kaus að láta hann fara í fyrra. Hann sagði það ekki upphátt, en lét verkin tala og átti enn einn stórleikinn þegar Phoenix sló Dallas út með sigri í framlengingu í nótt, 130-126 í ótrúlegum körfuboltaleik. Nash var búinn að bera lið Phoenix á herðum sér tvo leiki í röð og munaði ekki um að gera það einu sinni enn. Hann skoraði 39 stig, átti 12 stoðsendingar og hirti 9 fráköst í sigri Phoenix í Dallas í nótt og skoraði nokkrar ótrúlegar körfur þegar leikurinn var í járnum undir lok fjórða leikhlutans og í framlengingu. Leikurinn í nótt var leikur sóknarinnar eins og allir undanfarnir leikir liðanna, sem hafa verið frábærir á að horfa. Á köflum var varnarleikur liðanna, sérstaklega Dallas-liðsins undir lok venjulegs leiktíima, hreint út sagt skelfilegur, en þegar annar eins sóknarleikur er á boðstólnum eru menn fljótir að gleyma því. Einvígi liðanna var það fyrsta í úrslitakeppninni í 19 ár, þar sem bæði lið skora yfir 100 stig í öllum leikjunum og er búið að vera sannkölluð rússíbanareið frá fyrstu mínútu. "Hann skoraði margar ótrúlegar körfur í kvöld og raunar í öllum leikjunum sem þeir unnu okkur. Ég hugsa að honum hafi á einhvern hátt fundist hann hafa harma að hefna hér í Dallas og langað að sýna okkur hverju við misstum af þegar hann fór héðan - það gerði hann svo sannarlega. Ég hef aldrei séð hann leika betur," sagði Dirk Nowitzki hjá Dallas, sem er einn besti vinur Nash, síðan þeir léku saman í nokkur ár. Nowitzki skoraði 28 stig og hirti 13 fráköst, en var pirraður út í dómara leiksins lengst af og eyddi miklum tíma í að öskra á þá, sem og félaga sína þegar honum þótti þeir vera að slá slöku við í varnarleiknum. Verstu útreiðina fékk Jason Terry frá Þjóðverjanum, þegar hann leyfði Nash að jafna leikinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunum án þess að fá rönd við reist. "Við höfum náð hæðum sem við höfum ekki náð lengi og þegar maður er í úrslitakeppni fær maður ekki mörg tækifæri. Þetta er hinsvegar bara önnur umferðin, svo við verðum að vera með fætur okkar á jörðinni," sagði hógvær Steve Nash eftir leikinn, en Suns hafa þó góða ástæðu til að fagna árangri sínum, því liðið hefur ekki komist í úrslit vesturdeildar síðan árið 1993, en þá fóru þeir í úrslitaleikinn við Chicago Bulls og töpuðu. Marc Cuban, eigandi Dallas var ekki á því að viðurkenna mistök sín að láta Steve Nash renna sér úr greipum í fyrra. "Ef við hefðum haldið Nash hérna, værum við með allt öðruvísi lið en núna og mér finnst liðið sem við erum með núna skemmtilegra;" sagði eigandinn. Phoenix mætir því San Antonio í úrslitum vesturdeildarinnar og fyrsti leikur liðanna er strax á sunnudagskvöld í Arizona. Það verður gerólíkt einvígi, þar sem mætast reynslumikið og vel skipulagt varnarlið og sóknarstormsveit Phoenix. Atkvæðamestir í liði Dallas:Jason Terry 36 stig, Dirk Nowitzki 28 stig (13 frák, 6 stoðs), Josh Howard 21 stig (14 frák), Jerry Stackhouse 19 stig, Eric Dampier 13 stig (6 frák), Michael Finley 7 stig.Atkvæðamestir í liði Phoenix:Steve Nash 39 stig (12 stoðs, 9 frák), Shawn Marion 38 stig (16 frák), Amare Stoudemire 18 stig (6 frák), Jimmy Jackson 16 stig (7 frák), Quentin Richardson 11 stig (13 frák).
NBA Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Sutton snýr aftur á Krókinn Sinner búinn að fyrirgefa sjúkraþjálfaranum sem setti hann í bann Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Sú næstelsta til þess að vinna alvöru leik Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Sjá meira