Sport

Lampard bestur í apríl

Frank Lampard, miðjumaðurinn hjá Chelsea var í dag útnefndur leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af tölfræðitalningu Opta. Lampard hlaut 1672 stig eftir frammistöðu sína í mánuðinum en næstur á eftir honum kom hinn orðljóti sóknarmaður Man Utd, Wayne Rooney með 1442 stig en rauðu djöflarnir eiga tvo leikmenn á topp 5 í apríl. Lampard skoraði 4 mörk fyrir Chelsea og átti samtals 12 skot að marki, 279 sendingar og 23 tæklingar. Rooney má þakka skotgleði sinni 2. sætið en hann skaut alls 26 skotum að marki andstæðinga sinna, Jon Stead  sóknarmaður Blackburn átti næst flestu marktilraunirnar eða 20 skot. Liverpool miðjumaðurinn Xabi Alonso hreppti 3. sætið með 1407 stig en Spánverjinn er nýstiginn upp úr meiðslum og lék aðeins 3 leiki af 6 leikjum Liverpool í apríl. Meðaltal hans í sendingum í leikjnunum þremur þótti einstakt eða 85 sendingar í leik. Wes Brown varnarmaður Manchester United tók 4. sætið, þökk sé stöðugri og góðri frammistöðu í vörn liðsins auk þess sem hann skoraði sigurmarkið gegn Newcastle sem var hans fyrsta úrvalsdeildarmark. Það var svo ungverski landsliðsmaðurinn Zoltan Gera hjá W.B.A. sem hreppti 5. sætið þökk sé 15 markskotum þar sem hann skoraði gegn Everton og Tottenham í leikjum sem liðið náði sér í 6 mikilvæg stig í botnbaráttunni. Auk þess átti hann 26 tæklingar, fleiri en nokkur annar leikmaður liðsins. 1. Frank Lampard Chelsea 1672   2. Wayne Rooney Manchester United 1442   3. Xabi Alonso Liverpool 1407   4. Wes Brown Manchester United 1395   5. Zoltan Gera West Bromwich Albion 1385



Fleiri fréttir

Sjá meira


×