Sport

Robinson heill

Paul Robinson, markvörður Tottenham Hotspurs, hefur gengist undir læknisskoðun eftir mikið samstuð við Darius Vassell í leiknum við Aston Villa á sunnudaginn. Robinson þurfti að fara haltur af leikvelli eftir að Vassell renndi sér á löppina á honum undir lok leiksins og Martin Jol, þjálfari Tottenham, óttaðist að leikmaðurinn væri alvarlega meiddur. Við læknisskoðun kom þó í ljós að hann er óbrotinn og getur því leikið með liði sínu út leiktíðina. Tottenham náði með 5-1 sigrinum á Aston Villa, að skjótast upp fyrir Middlesbrough í sjöunda sætið í ensku deildinni á markamun, en sjöunda sætið gefur sæti í Evrópukeppninni að ári. Liðin mætast svo í deildinni næsta laugardag, svo að þar má búast við að barist verði til síðasta manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×