Fækkun erlendra leikmanna 1. maí 2005 00:01 Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fór fram á Ísafirði um helgina þar sem ýmsar breytingar litu dagsins ljós. Þar bar hæst að erlendum leikmönnum utan Evrópusamandsins EES var fækkað úr tveimur í einn á hvert lið. Í samræmi við það var launaþak liðanna lækkað úr 500 þúsund krónum á mánuði í 400 þúsund krónur. Leikmaður utan Evrópu má ekki kosta meira en 200 þúsund á mánuði, áður 300 þúsund. Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Jón Halldórsson voru kosin í stjórn næstu tveggja ára en Hrannar Hólm, Guðjón Þorsteinsson og Örvar Kristjánsson í varastjórn. Þá var Guðjón Þorsteinsson sæmdur Gullmerki KKÍ og ÍSÍ fyrir sín störf í þágu körfuboltans. "Svona lítil merki er það eina sem fólk þarf að gera til að gleðja vitleysing eins og mig. Svona klapp á bakið gerir mann bara staðfastari í sinni trú og starfi," sagði Guðjón, kampakátur eftir þingið. "Þetta var stórkostlegt þing enda ekki við öðru að búast þegar svona er haldið á Ísafirði, sjálfri höfuðborginni," bætti Guðjón við hlæjandi. Fleiri spennandi einvígi Að sögn Guðjóns var mætingin á þingið framar öllum vonum. "Það voru 63 þingfulltrúar sem er stórkostlegt. Fólk hefur svo mikið talað um hvað sé dýrt að fara til Ísafjarðar en þessir aðilar voru greinilega ekkert á því." Guðjón sagði að fækkun leikmanna utan EES-sambandsins væri mikið framfaraskref. Sjálfur átti hann ekki von á að deildin myndi fyllast af leikmönnum innan EES. "Ég held einfaldlega að fólk þori það ekki. Hingað til hefur frammistaða Bosman-leikmanna á Íslandi verið fremur slök. Svo má ekki gleyma að þeir eru geta orðið mjög dýrir. Ég held að þetta verði til þess að menn fái sér betri kana og spili meira á eigin mannskap." Fólk má, að mati Guðjóns, eiga von á að staðall bandarískra leikmanna sem rata hingað til lands muni hækka. "Þetta gæti orðið eins og í gamla daga þegar menn fengu að sjá einvígi tveggja frábærra Bandaríkjamanna. Þá mátti sjá menn á borð við David Bevis og Rondey Robinson sem leiddi af sér öflugar rimmur leikmanna á milli. Á þessum tíma þurftu menn einnig að treysta betur á leikmenn innlendra leikmanna. Fólk stóð upp og klappaði þegar þetta var kunngjört enda er þetta mikið framfaraskref fyrir íslenskan körfubolta." Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira
Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands fór fram á Ísafirði um helgina þar sem ýmsar breytingar litu dagsins ljós. Þar bar hæst að erlendum leikmönnum utan Evrópusamandsins EES var fækkað úr tveimur í einn á hvert lið. Í samræmi við það var launaþak liðanna lækkað úr 500 þúsund krónum á mánuði í 400 þúsund krónur. Leikmaður utan Evrópu má ekki kosta meira en 200 þúsund á mánuði, áður 300 þúsund. Guðbjörg Norðfjörð, Hannes S. Jónsson og Jón Halldórsson voru kosin í stjórn næstu tveggja ára en Hrannar Hólm, Guðjón Þorsteinsson og Örvar Kristjánsson í varastjórn. Þá var Guðjón Þorsteinsson sæmdur Gullmerki KKÍ og ÍSÍ fyrir sín störf í þágu körfuboltans. "Svona lítil merki er það eina sem fólk þarf að gera til að gleðja vitleysing eins og mig. Svona klapp á bakið gerir mann bara staðfastari í sinni trú og starfi," sagði Guðjón, kampakátur eftir þingið. "Þetta var stórkostlegt þing enda ekki við öðru að búast þegar svona er haldið á Ísafirði, sjálfri höfuðborginni," bætti Guðjón við hlæjandi. Fleiri spennandi einvígi Að sögn Guðjóns var mætingin á þingið framar öllum vonum. "Það voru 63 þingfulltrúar sem er stórkostlegt. Fólk hefur svo mikið talað um hvað sé dýrt að fara til Ísafjarðar en þessir aðilar voru greinilega ekkert á því." Guðjón sagði að fækkun leikmanna utan EES-sambandsins væri mikið framfaraskref. Sjálfur átti hann ekki von á að deildin myndi fyllast af leikmönnum innan EES. "Ég held einfaldlega að fólk þori það ekki. Hingað til hefur frammistaða Bosman-leikmanna á Íslandi verið fremur slök. Svo má ekki gleyma að þeir eru geta orðið mjög dýrir. Ég held að þetta verði til þess að menn fái sér betri kana og spili meira á eigin mannskap." Fólk má, að mati Guðjóns, eiga von á að staðall bandarískra leikmanna sem rata hingað til lands muni hækka. "Þetta gæti orðið eins og í gamla daga þegar menn fengu að sjá einvígi tveggja frábærra Bandaríkjamanna. Þá mátti sjá menn á borð við David Bevis og Rondey Robinson sem leiddi af sér öflugar rimmur leikmanna á milli. Á þessum tíma þurftu menn einnig að treysta betur á leikmenn innlendra leikmanna. Fólk stóð upp og klappaði þegar þetta var kunngjört enda er þetta mikið framfaraskref fyrir íslenskan körfubolta."
Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Sjá meira