Sport

Skagamenn í undanúrslitin

Skagamenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum Deildabikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld með sanngjörnum sigri á Keflavík 2-1. Leikið var á aðalvellinum á Akranesi, en hann hefur komið einstaklega vel undan vetri og greinilegt að vallarstarfsmenn uppá Skipaskaga kunna sitt fag. Ellert Jón Björnsson kom heimamönnum yfir strax á þriðju mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Á 56. mínútu jafnaði Ingvi Guðmundsson með góðu skallamarki og leikurinn í járnum. Tveimur mínútum fyrir leikslok felldi Hólmar Örn Keflvíkingur Jón Vilhelm Ákason innan vítateigs og Kristinn Jakobsson, góður dómari leiksins, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu sem Kári Steinn Reynisson skoraði úr. Skagamenn mæta Þrótti í undanúrslitunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×