Almenningur í klemmu 27. apríl 2005 00:01 Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira