Sport

Arenas lofar að leika betur

Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hefur lofað að leika betur en í fyrsta leiknum, þegar hans menn mæta Chicago öðru sinni í úrslitakeppni austurdeildarinnar í kvöld. Arenas og Antawn Jamison, sem báðir eru stjörnu-leikmenn, náðu sér alls ekki á strik í fyrsta leiknum og heita að bæta fyrir það í kvöld. Fyrsti leikurinn erfiður "Þetta var dálítið öðruvísi en ég á að venjast, " sagði bakvörðurinn skemmtilegi í viðtali í dag, en hann er að leika í sinni fyrstu úrslitakeppni. "Allir áhorfendurnir stóðu og öskruðu allan leikinn, hvert einasta sæti var uppselt og fólk var gargandi á mann. Ég verð að viðurkenna að þetta sló mig pínulítið út af laginu, en ég er búinn að jafna mig. Þetta var bara einn leikur," sagði hann. Arenas hitti aðeins úr 3 af 19 skotum sínum í fyrsta leiknum og það er mál manna að Washington þurfi að fá meira frá honum og Jamison til að eiga möguleika gegn frísku liði Chicago. Aðeins Larry Hughes, sá þriðji af hinum "stóru þremur" hjá Washington, náði sér á strik í fyrsta leiknum, en hann skoraði 31 stig og var frábær. Breytum engu "Þessir þrír skora alltaf megnið af stigunum fyrir lið þeirra, það er vitað mál," sagði Scott Skiles, þjálfari Chicago. "Þeir munu líka halda áfram að skora mikið fyrir þá alla seríuna á móti okkur, en takmarkið er að reyna að sjá til þess að þeir nýti sem fæst af öllum þessum skotum," bætti hann við. Það væri asnalegt af okkur að breyta út af því sem við erum búnir að vera að gera í allan vetur, því það hefur verið árangursríkt," sagði Skiles.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×