Gríðarlegur áhugi á bréfum Símans 12. apríl 2005 00:01 Gríðarlegur áhugi virðist vera meðal almennings að kaupa Landssímann, ef marka má fyrstu viðbrögð, en loforð upp á hundruð milljóna hafa borist. Forsætisráðherra lýsir ánægju með áhuga almennings. Frá því að við hugmyndinni var fyrst hreyft opinberlega í grein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í gær hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Orri Vigfússon athafnamaður tók strax við sér og hóf undirbúning. Hann sagði í samtali við Stöð 2 í dag að sér hefðu borist fleiri hundruð tölvupóstar í dag þar sem hlutafé væri lofað og verið væri að vinna úr þeim. Hann hefur verið á stöðugum fundum og hefur rætt við sérfræðinga um hvernig koma eigi skipulagi á hlutina. Hann sagði marga sérfræðinga þegar búna að vinna í þessum málum þannig að ekki ætti að taka langan tíma að ganga frá þeim hlutum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði um hugmyndina á Alþingi í dag að hann vonaði að hún yrði að veruleika og að það myndu áreiðanlega koma mörg tilboð í Símann. Það ferli myndi allt verða opið. En það eru fleiri en Orri Vigfússon sem eru að safna hlutafjárloforðum. Opnuð hefur verið heimasíða með slóðinni www.xbokhald.is/landssiminn/. Eftir því sem Stöð 2 kemst næst var síðan opnuð síðdegis í dag og viðbrögðin mikil. Þar höfðu á sjöunda tímanum á þriðja hundrað manns skráð sig fyrir hlutafé fyrir á þriðja hundrað milljóna króna. Ekki tókst að ná símasambandi við aðstandendur síðunnar þar sem þau fyrirtæki sem skráð eru aðstandendur síðunnar fundust ekki í símaskránni. Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Gríðarlegur áhugi virðist vera meðal almennings að kaupa Landssímann, ef marka má fyrstu viðbrögð, en loforð upp á hundruð milljóna hafa borist. Forsætisráðherra lýsir ánægju með áhuga almennings. Frá því að við hugmyndinni var fyrst hreyft opinberlega í grein Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í gær hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Orri Vigfússon athafnamaður tók strax við sér og hóf undirbúning. Hann sagði í samtali við Stöð 2 í dag að sér hefðu borist fleiri hundruð tölvupóstar í dag þar sem hlutafé væri lofað og verið væri að vinna úr þeim. Hann hefur verið á stöðugum fundum og hefur rætt við sérfræðinga um hvernig koma eigi skipulagi á hlutina. Hann sagði marga sérfræðinga þegar búna að vinna í þessum málum þannig að ekki ætti að taka langan tíma að ganga frá þeim hlutum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði um hugmyndina á Alþingi í dag að hann vonaði að hún yrði að veruleika og að það myndu áreiðanlega koma mörg tilboð í Símann. Það ferli myndi allt verða opið. En það eru fleiri en Orri Vigfússon sem eru að safna hlutafjárloforðum. Opnuð hefur verið heimasíða með slóðinni www.xbokhald.is/landssiminn/. Eftir því sem Stöð 2 kemst næst var síðan opnuð síðdegis í dag og viðbrögðin mikil. Þar höfðu á sjöunda tímanum á þriðja hundrað manns skráð sig fyrir hlutafé fyrir á þriðja hundrað milljóna króna. Ekki tókst að ná símasambandi við aðstandendur síðunnar þar sem þau fyrirtæki sem skráð eru aðstandendur síðunnar fundust ekki í símaskránni.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira