Gengið lækkar 23. mars 2005 00:01 Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Töluverður órói hefur verið á gjaldeyrismarkaði síðustu daga í aðdraganda og kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans. Fjárfestar bjuggust við meiri vaxtahækkun og það hefur orðið til þess að gengi krónunnar hefur lækkað. Þegar viðskipti með gjaldeyri lokuðu í gær stóð gengi krónunnar í 109,3 stigum og hefur það lækkað um tæp þrjú prósent á tveimur dögum. Gengi Bandaríkjadals er nú komið í 61 krónu en dalurinn styrktist á mörkuðum í gær í kjölfar stýrivaxtahækkunar þar. Eiríkur Eiríksson í áhætturáðgjöf Íslandsbanka segir að meðal þess sem valdi lækkuninni nú sé að mildari tónn hafi verið í yfirlýsingum Seðlabankans. Hingað til hafi Seðlabankinn gefið sterklega í skyn að fleiri hækkanir séu yfirvofandi en nú hafi yfirlýsingarnar ekki verið jafnafdráttarlausar. "Það hefur líka að hluta til verið hagnaðartaka. Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og menn hafa verið að leysa til sín hagnaðinn," segir Eiríkur. Sterkt gengi krónunnar hefur valdið erfiðleikum í útflutningsatvinnuvegum sem fá miklar tekjur í erlendri mynt og þrátt fyrir lækkun síðustu daga er gengið enn mjög hátt. Forsvarsmenn útflutningsfyrirtækja hafa kvartað mjög undan því að fyrirtæki þeirra þurfi að líða fyrir það ójafnvægi í þjóðarbúinu sem skapist meðal annars vegna stóriðjuframkvæmda. Þeir hafa gagnrýnt bæði stjórnvöld og Seðlabankann. Seðlabankinn lítur hins vegar svo á að sterkt gengi sé ein af þeim vörnum sem komið geta í veg fyrir hækkun verðlags þar sem innfluttar vörur lækka í verði. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, er ekki sáttur við þessa stefnu eða vaxtahækkanir Seðlabankans. "Það sem ég hefði viljað sjá er vaxtalækkun því ég held að það sé það sem þarf til að draga úr spákaupmennsku. Það er stóra málið. Það er sárgrætilegt að sjá á eftir fjármunum sem ættu að fara í uppbyggingu og styrkingu íslensks atvinnulífs í hendurnar á erlendum spákaupmönnum," segir Friðrik. Friðrik segir hins vegar að ekki sé eingöngu að sakast við Seðlabankann enda hafi ákvarðanir ríkisins um stóriðjuframkvæmdir og útgjöld ríkissjóðs einnig áhrif.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent