Laun almennra bankamanna há 17. mars 2005 00:01 Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. Könnun Hagstofunnar á launum á tímabilinu frá því í október 2003 til október í fyrra sýnir að laun hafa hækkað um 5,3 prósent að meðaltali á tímabilinu. Laun kvenna hækka talsvert meira en laun karla, eða um rösk sex prósent, en karla um tæp fimm prósent. Þá hafa laun hækkað heldur meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og verkamannalaun hækkuðu hlutfallslega mest. Ef skoðuð eru heildarlaun með öllu og öllu sést að verkafólk, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, og skrifstofufólk er með lægstu heildarlaunin - frá rösklega 226 þúsund krónum upp í rösklega 232 þúsund krónur. Í hæsta flokki eru svo sérfræðingar, tæknar og sérmenntað starfsfólk með allt upp í 423 þúsund og stjórnendur eru á toppnum á hinum almenna vinnumarkaði með um 459 þúsund krónur. Hærra verður ekki komist í þessari könnun Hagstofunnar en í könnun sem Morgunblaðið gerði á launagreiðslum fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöll Íslands í fyrra, blasa allt aðrar tölur við. Þar kemur í ljós að meðallaun í stóru bönkunum þremur eru um 600 þúsund krónur á mánuði og áður en þessi tala er fundin er búið að draga frá launa- og hlunnindagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna bankanna á síðasta ári. Sem sagt, meðallaun bankastarfsmanna eru 140 þúsund krónum hærri en meðallaun stjórnenda fyrirtækja á hinum almenna vinnumarkaði. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að þessar tölur séu hærri en launakönnun sem gerð var snemma á síðasta ári gaf til kynna. Skýringin gæti því verið óvenju mikil yfirvinna banakstarfsmanna eftir að nýju íbúðalánin komu á markað, hlutfall sérfræðinga meðal almennra bankamanna fari líka ört hækkandi og þónokkrir fái líka árangurstengd laun sem geti verið drjúg búbót á uppgangstímum eins og verið hafa. En hvernig sem því er velt þá virðist það liðin tíð að fólk þurfi að hálf skammast sín fyrir að vinna „bara“ í banka, vegna lágra launa sem tíðkuðust þegar ríkið átti þá, en fólk vildi heldur vinna í banka en að gera ekki neitt. Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Laun æðstu yfirmanna á almennum vinnumarkaði komast ekki nálægt launum almennra starfsmanna í bönkunum, samkvæmt könnunum Hagstofunnar og Morgunblaðsins. Könnun Hagstofunnar á launum á tímabilinu frá því í október 2003 til október í fyrra sýnir að laun hafa hækkað um 5,3 prósent að meðaltali á tímabilinu. Laun kvenna hækka talsvert meira en laun karla, eða um rösk sex prósent, en karla um tæp fimm prósent. Þá hafa laun hækkað heldur meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu og verkamannalaun hækkuðu hlutfallslega mest. Ef skoðuð eru heildarlaun með öllu og öllu sést að verkafólk, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk, og skrifstofufólk er með lægstu heildarlaunin - frá rösklega 226 þúsund krónum upp í rösklega 232 þúsund krónur. Í hæsta flokki eru svo sérfræðingar, tæknar og sérmenntað starfsfólk með allt upp í 423 þúsund og stjórnendur eru á toppnum á hinum almenna vinnumarkaði með um 459 þúsund krónur. Hærra verður ekki komist í þessari könnun Hagstofunnar en í könnun sem Morgunblaðið gerði á launagreiðslum fyrirtækja, sem skráð voru í Kauphöll Íslands í fyrra, blasa allt aðrar tölur við. Þar kemur í ljós að meðallaun í stóru bönkunum þremur eru um 600 þúsund krónur á mánuði og áður en þessi tala er fundin er búið að draga frá launa- og hlunnindagreiðslur til æðstu stjórnenda og stjórna bankanna á síðasta ári. Sem sagt, meðallaun bankastarfsmanna eru 140 þúsund krónum hærri en meðallaun stjórnenda fyrirtækja á hinum almenna vinnumarkaði. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að þessar tölur séu hærri en launakönnun sem gerð var snemma á síðasta ári gaf til kynna. Skýringin gæti því verið óvenju mikil yfirvinna banakstarfsmanna eftir að nýju íbúðalánin komu á markað, hlutfall sérfræðinga meðal almennra bankamanna fari líka ört hækkandi og þónokkrir fái líka árangurstengd laun sem geti verið drjúg búbót á uppgangstímum eins og verið hafa. En hvernig sem því er velt þá virðist það liðin tíð að fólk þurfi að hálf skammast sín fyrir að vinna „bara“ í banka, vegna lágra launa sem tíðkuðust þegar ríkið átti þá, en fólk vildi heldur vinna í banka en að gera ekki neitt.
Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira