Erlent

Flugmaður verður flugdólgur

Norsk flugvél var kyrrsett á Gardemoen-flugvelli í gær eftir að flugmaður hennar neitaði að undirgangast vopnaleit. Flugvél Norwegian Air Shuttle átti að leggja af stað í býtið til Þrándheims með sextíu farþega en þegar flugmaður vélarinnar gekk rakleitt út í vél með öryggisverði á hælunum var ljóst að tafir yrðu á brottförinni. Drykklanga stund tók að fá hann aftur út til að hægt væri að leita á honum. Flugáhafnir voru nýlegar látnar sæta svipuðu eftirliti og aðrir flugfarþegar og er það talið hafa farið í taugarnar á manninum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×