Erlent

Ákærður fyrir stríðsglæpi

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur kært Ljube Boskovski, fyrrverandi innanríkisráðherra Makedóníu, fyrir stríðsglæpi. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum í makedónska stjórnkerfinu að Boskovski sé ákærður fyrir aðild sína að átökum makedónskra öryggissveita og albanskra uppreinsarmanna í bænum Ljubotno nærri Skopje árið 2001, en 10 Albanar létust í bardögunum. Boskovski er nú þegar í varðhaldi í Króatíu, ákærður fyrir morð á sjö asískum innflytjendum. Hann neitar öllum ákæruatriðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×