Erlent

140 fangar létust í eldsvoða

Að minnsta kosti 140 fangar létu lífið í eldsvoða í fangelsi í Dóminíska lýðveldinu í gær. Til óeirða kom í fangelsinu sem enduðu með því að nokkrir fangar kveiktu í rúmum sínum. Eldurinn breiddist hratt út og slökkviliðsmenn réðu hvorki við eitt né neitt. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×