Avion opnar nýjar höfuðstöðvar 24. febrúar 2005 00:01 Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira