Gengið sterkt til frambúðar 31. janúar 2005 00:01 Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Landsbankanum, segir það vera til marks um styrkleika í hagkerfinu að raungengið fari hækkandi því það gefi til kynna að framleiðni og kaupmáttur fari vaxandi. "Það er styrkleikamerki að raungengið fari hækkandi," segir hann. Í riti greiningardeildarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar haldist í námunda við 115 stig fram ámitt næsta ár. Þá muni gengið gefa eftir og fara í 130 stig en nái nýju jafnvægi í kringum 125 stig. Gangi þessi spá eftir þýðir það að raungengið verði um fimm prósent hærra en sögulegt meðaltal áranna 1990 til 2003 segir til um næst þegar jafnvægi er í þjóðarbúskapnum. Stóriðjuframkvæmdir ráða miklu um sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en aðrir þættir hafa hins vegar þau áhrif að langtímaspá Landsbankans vísar til þess að gengið verði áfram sterkt. "Þau atriði sem skipta mestu eru lækkandi fjármagnskostnaður, hagstætt skattaumhverfi, breytingar á vinnumarkaði, minnkandi vægi sjávarútvegs og vaxandi eignir íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða erlendis," segir í riti greiningardeildarinnar. Raungengi segir til um hlutfallslega verðþróun á milli landa. Hátt raungengi krónunnar bendir til þess að kostnaður við framleiðslu hafi aukist hraðar hér á landi en í samkeppnislöndunum. Sú þróun hefur verið á undanförnum árum. Frá 1998 hefur verðlag á Íslandi hækkað um 32 prósent en um 13 prósent í samkeppnislöndunum og launakostnaður hefur hækkað um 25 prósent á Íslandi en um 12 prósent í samkeppnislöndunum. Þetta bendir til þess að þótt nafnengi krónunnar sé svipað nú og árið 1998 þá hafi samkeppnisaðstæður íslensks atvinnulífs versnað verulega. Björn Rúnar segir að aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka muni ráða mestu um það hvort íslenskt atvinnulíf nái að standa undir því að raungengi krónunnar verði áfram sterkt á næstu árum. "Einhverjar atvinnugreinar munu líða fyirr þessa þróun en fyrirtækin eiga að geta borið þann kostnaðarauka sem hærra raungengi felur í sér vegna framleiðniaukningar og aukin framleiðni getur skilað varanlegri kaupmáttaraukningu inn í hagkerfið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Landsbankanum, segir það vera til marks um styrkleika í hagkerfinu að raungengið fari hækkandi því það gefi til kynna að framleiðni og kaupmáttur fari vaxandi. "Það er styrkleikamerki að raungengið fari hækkandi," segir hann. Í riti greiningardeildarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar haldist í námunda við 115 stig fram ámitt næsta ár. Þá muni gengið gefa eftir og fara í 130 stig en nái nýju jafnvægi í kringum 125 stig. Gangi þessi spá eftir þýðir það að raungengið verði um fimm prósent hærra en sögulegt meðaltal áranna 1990 til 2003 segir til um næst þegar jafnvægi er í þjóðarbúskapnum. Stóriðjuframkvæmdir ráða miklu um sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en aðrir þættir hafa hins vegar þau áhrif að langtímaspá Landsbankans vísar til þess að gengið verði áfram sterkt. "Þau atriði sem skipta mestu eru lækkandi fjármagnskostnaður, hagstætt skattaumhverfi, breytingar á vinnumarkaði, minnkandi vægi sjávarútvegs og vaxandi eignir íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða erlendis," segir í riti greiningardeildarinnar. Raungengi segir til um hlutfallslega verðþróun á milli landa. Hátt raungengi krónunnar bendir til þess að kostnaður við framleiðslu hafi aukist hraðar hér á landi en í samkeppnislöndunum. Sú þróun hefur verið á undanförnum árum. Frá 1998 hefur verðlag á Íslandi hækkað um 32 prósent en um 13 prósent í samkeppnislöndunum og launakostnaður hefur hækkað um 25 prósent á Íslandi en um 12 prósent í samkeppnislöndunum. Þetta bendir til þess að þótt nafnengi krónunnar sé svipað nú og árið 1998 þá hafi samkeppnisaðstæður íslensks atvinnulífs versnað verulega. Björn Rúnar segir að aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka muni ráða mestu um það hvort íslenskt atvinnulíf nái að standa undir því að raungengi krónunnar verði áfram sterkt á næstu árum. "Einhverjar atvinnugreinar munu líða fyirr þessa þróun en fyrirtækin eiga að geta borið þann kostnaðarauka sem hærra raungengi felur í sér vegna framleiðniaukningar og aukin framleiðni getur skilað varanlegri kaupmáttaraukningu inn í hagkerfið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira