Risasamningur Flugleiða 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins. Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Samningnum við Boeing fylgir kaupréttur á fimm vélum til viðbótar og yrði heildarkaupverðið því 60 milljarðar verði hann nýttur. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða segir það hversu hratt menn unnu hafi ráðið úrslitum um að Flugleiðir keyptu vélarnar. Verðið er hagstætt að hans mati og viðskiptin þannig til komin að flugfélag afpantaði vélarnar og Flugleiðum ásamt fleirum bauðst að kaupa. "Það hversu fljótt við gátum brugðist við og hversu hratt við og KB banki gátum unnið réði úrslitum." Við kaupin myndast þegar aukin verðmæti í Flugleiðum þar sem verðið er hagstætt og vélarnar eftirsóttar á eftirmarkaði. Þær eru uppseldar fram í tímann og meta stjórnendur Flugleiða að dulin verðmæti vegna samningsins nemi 6,5 milljörðum króna. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, sagði samninginn einkar ánægjulegan. "Flugleiðir og KB banki eiga það sameiginlegt að vera alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Samningurinn er skýrt dæmi um hvernig alþjóðavæðing bankans skilar sér í virðisauka leiðandi íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi." Fleiri bitust um bankaviðskiptin, meðal annars erlendir bankar. Valið í lokin stóð á milli Landsbankans og KB banka sem höfðu fram yfir erlenda banka að geta gengið hraðar frá viðskiptunum. Ekki þarf að fara langt aftur til þess að óhugsandi hefði verið fyrir íslenskan banka að ráða við samning af þessari stærð. Mark Norris, fulltrúi Boeing, sagði Flugleiðir og Boeing-verksmiðjurnar eiga langa og farsæla sögu í viðskiptum og hann teldi kaupin hárrétt tímasett fyrir Flugleiðir og að þau myndu skila félaginu góðum árangri. Samhliða þessu stofna Flugleiðir nýtt dótturfélag sem sinnir flugvélaviðskiptum. Vélarnar verða leigðar áfram og á félagið í samningaviðræðum við flugvélaleigufyrirtækið Sunrock um markaðssetningu vélanna. Hannes Smárason segir mikla eftirspurn eftir þessum vélum. Flugleiðir hafa að undanförnu keypt einir eða í félagi við aðra sextán flugvélar, en til samanburðar eru tólf vélar sem sinna millilandaflugi félagsins.
Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira