Innlent

Sértekjurnar skipta sköpum

Samkvæmt rekstraruppgjöri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) fyrir tímabilið janúar til nóvember í fyrra er afkoman í heildina í samræmi við fjárlög. Gjöld umfram tekjur í lok tímabilsins nema 3,5 milljónum króna en áætluð velta spítalans á árinu öllu er um þrír milljarðar króna. Launakostnaður er um 72 prósent af heildargjöldum spítalans og hækkaði um 1,9 prósent milli ára. Þá jukust sértekjur um 19 prósent. Þar var fyrst og fremst um að ræða aukna þjónustu við útlendinga en einnig hækkuðu komugjöld sjúklinga nokkuð. Sértekjur spítalans voru um fimmtung umfram áætlun. Sjúklingum fjölgaði um 1,2 prósent milli ára en legudögum fækkaði um 3,3 prósent. Fæðingum fækkaði um 5 prósent en komum á slysadeild fjölgaði um 355 eða 4,2 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×