Lífið

Velvet Revolver í Egilshöll 7.júlí

Súpergrúppan Velvet Revolver kemur hingað til lands og spilar í Egilshöll 7.júlí næstkomandi. RR hljómleikahaldarar standa fyrir komu Velvet Revolver. Aðeins verða 9.000 miðar í boði og hefst miðasala innan skamms. Spilað verður í hálfri höllinni, þversum. Hljómsveitina skipa Slash, Duff McKagan og Matt Sorum úr Guns and Roses, söngvarinn Scott Weiland úr Stone Temple Pilots og David Kushner úr Wasted Youth. Sannkalllaðir listamenn sem komu saman og gáfu út diskinn Contraband sem hefur notið gífurlegra vinsælda. Sveitinn fékk nýlega Grammy verðlaunin fyrir bestu rokk hljómsveitina. Efnið sem flutt verður á tónleikunum er mest Guns and Roses efni, síðan þeirra eigið auk Stone Temple Pilots og cover efni. Þeir munu því hafa nóg af efni að taka á þessum stórtónleikum. Miðasala, verð og upphitunarhljómsveitir verða tilkynntar síðar að sögn tónleikahaldara.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.